Fermingarmyndir

Við höfum tekið fermingarmyndir í næstum 1/2 öld, á þeim langa tíma hafa þessar myndatökur tekið miklum breytingum, unglingarnir eru mikið frjálslegri í dag en var fyrir ekkert svo löngu. Þess vegna höfum við í æ ríkari mæli dregið úr uppstilltum myndum í sparifötunum og kyrtli, en þær eru samt hafðar með. Krakkarnir eru mjög mismunandi, sum vilja bara þessar hefðbundnu en aðrir eru til í allt og oft mæta þau með hljóðfærið eða gæludýrið, oft förum við út og tökum eitthvað af myndatökunni þar, kannski í boltaleik eða við annað áhugamál. Margir nota tækifærið þegar fermingarmyndirnar eru teknar og mæta með alla fjölskylduna og við tökum nokkrar myndir af þeim með fermingarbarninu og jafnvel koma afi og amma líka. Það hefur líka aukist að krakkarnir koma fyrir ferminguna í myndatökuna og við annað hvort útbúið slidessýningu, myndabók eða stækkun til nota í veislunni.

        Fermingarboðskort

Úrval af boðskortum í ferminguna hér

Panta tíma
Sími 471 1699
Tölvupóstur á mynd@mynd.is
eða kox@mynd.is