Jólakort – eigin hönnun.

Við bjóðum upp á prentun á jólakortum sem þú hefur sjálf/sjálfur hannað og hægt er að fá hvít kortaumslög fyrir allar stærðir sé þess óskað. 

Senda skal kortið sem viðhengi í tölvupósti á mynd@mynd.is og gefa jafnframt upp kennitölu, nafn, heimilisfang, póstnúmer, póststöð og símanúmer.

Jólakortamyndir eru prentaðar á mattan pappír, en ef þú vilt frekar fá glansáferð þá óskar þú eftir því sérstaklega. Þú velur hvort þú vilt sækja kortin í verslun okkar eða fá þau send heim að dyrum með Íslandspósti hægt er að ganga frá greiðslu með millifærslu eða hringja inn kortanúmer.

Athugið að kortið/myndin sé útbúin í réttri stærð/hlutföllum miðað við útprentun hjá okkur. Þegar kort er hannað þarf að láta það passa við stærðir sem við prentum, eða 10X15, 10X21 eða 15X15 í 300 dpi. upplausn.  (Ath. ef kort er útbúið  á vefnum þarf þú  gæta vel að stærð og í hvaða gæðum þú vistar kortið.)
Texti eða annað sem ekki má skerðast þarf að vera a.m.k. 5-6 mm. frá brúnum myndar. Við mælum ekki með að boðskortin séu útbúin í Word, Excel eða Power Point. Best er að nota Photoshop eða önnur álíka myndvinnsluforrit.

Kort/myndir sem koma tilbúin til okkar í prentun eru á ábyrgð sendanda. Við getum ekki átt við tilbúin kort hvorki hvað varðar stærð né lagað textavillur. Sjáum við eitthvað sem betur mætti fara áður en kort er prentað látum við vita.

Þú getur pantað frímerkin á jólakortin hjá okkur og sparað þér sporin eða örtröðina á pósthúsinu fyrir jólin.

ddddddddddddddddddddddddddddddddFramköllun á jólakortamyndum bbbv ffffffffffffffffffffffffffffFramköllun á jólakortamyndum
cccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccc Án umslagaccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccccUmslög fylgja

Fjöldi
& fjöldi

10 – 50 stk pr.stk.
51 – 100 stk pr.stk.
101 stk. og fl. pr. stk.

10X15 &
10X15

60 kr.
55 kr.
50 kr.

10X21 &
15X15

125 kr.
120 kr.
110 kr

10X15 &
10X15

85 kr.
80 kr.
75 kr.

10X21 &
15X15

155 kr.
150 kr.
140 kr.