Skólamyndatökur

Myndatökur í skólum á Austurlandi standa yfir. Við mætum í skólana tökum bæði hópmyndir af bekkjum eða deildum og einnig er í boði að fá teknar einstaklingsmyndir, fyrirkomulagið er mismunandi eftir skólum og er það kynnt með bréfi til foreldra/forráðamanna sem jafnframt er staðfesting um þátttöku í myndatökunni.
Hér fyrir neðan er listi yfir skólana og hvenær hver verður myndaður.
Myndir eru eingöngu seldar hér á mynd.is og hægt að smella á viðkomandi skóla á meðan söluferlið stendur yfir. Sölusíðurnar eru læstar eftir skóla, bekk eða deld og er lykilorð sent til þeirra sem óska og gefa upp netfang á staðfestingarblaðinu.
Skömmu eftir að sölutímabili lýkur eru síðurnar teknar niður.

Nesskóli Neskaupstað  - 21. apríl

Dalborg Eskifirði  - 17. mars
Brekkubær Vopnafirði - 28. apríl
Lyngholt Reyðarfirði - 13. maí
Eyrarvellir Neskaupstað - 21. apríl
Tjarnarland Egilsstöðum - 24. mars
Skógarland Egilsstöðum - 26. mars

Einstaklingsmyndir.
Hægt er að fá teknar einstaklingsmyndir í flestum skólanna, en í sumum leikskólum eru einstaklingsmyndir eingöngu í boði fyrir útskriftarárganginn.

Pantanir eftir einstaklingsmyndunum skal gera hér á netinu og er eingöngu hægt að panta eftir þeim ef viðkomandi pantar líka hópmynd. 

Hægt er að velja um tvo mismunandi pakka af einstaklingsmyndum. - Sjá myndir.

Image
Image
PAKKI 1

Hópmynd og 6 eins myndir á blaði þe. 1 stk. 10X15, 2 stk. 6X9 og 3 stk. passamyndir.

PAKKI 2

Hópmynd og 3 eins myndir á blaði þe. 1 stk. 13X18 og 2 stk. 10X15