Söluskilmálar

SÖLUSKILMÁLAR FYRIR NETÞJÓNUSTU MYNDSMIÐJUNNAR EHF.

1. Skilgreiningar: Myndsmiðjan ehf. hér eftir nefnd „seljandi“. Viðskiptavinur hér eftir nefndur „kaupandi“. Vara, er sú vara sem pöntuð er í gegnum vef seljanda.

2. Sending: Kaupandi greiðir póstkostnað ef senda á vöru til heimilis hans.

3. Vara ekki sótt: Sé vara ekki sótt innan um samins tíma áskilur seljandi sér rétt til að senda hana til kaupanda á hans kostnað eða að öðrum kosti að annast hlutinn á kostnað kaupanda með þeim hætti sem sanngjarnt er miðað við aðstæður. Getur seljandi krafist geymslu- og/eða umsýslugjalds úr hendi kaupanda vegna umönnunar vöru eftir umsaminn afhendingartíma.

4. Áhættuskipti: Kaupandi ber ábyrgð á vöru frá því tímamarki sem hún er honum afhent eða hún er afhent ÍSLANDSPÓSTI ef um sendingu er að ræða.

5. Tafir á afhendingu: Verði dráttur á afhendingu vörunnar til kaupanda vegna aðstæðna sem seljandi ræður ekki við, ber seljandi ekki ábyrgð á beinu eða óbeinu tjóni sem verða kann vegna þess. Hið sama á við verði dráttur á afhendingu vöru vegna þess að hún kemur seint eða gölluð frá þriðja aðila.

6. Vöruskil: Allar vörur sem pantaðar eru á vefnum okkar eru sér framleiddar fyrir kaupanda. Um leið og kaupandi pantar vöru og staðfestir greiðslu verður til kostnaður hjá seljanda og þriðja aðila sem ekki er hægt að endurgreiða. Í einstaka tilvikum er hægt að stöðva framleiðslu á vöru, þá er hægt að endurgreiða kaupverð að frádregnum kostnaði. Við vöruskil fær kaupandi inneignarnótu frá seljanda fyrir andvirði kaupverðs að frádregnum kostnaði. Ekki kemur til endurgreiðslu af hálfu seljanda við vöruskil. Sé vara með framleiðslugalla má seljandi bæta hana með nýrri vöru eða endurgreiðslu.

7. Afpöntun: Kaupandi getur ekki afpantað vöru sem pöntuð er á vefnum, nema gegn því að greiða seljanda það tjón sem hann verður fyrir vegna afpöntunarinnar, þ.m.t. út lagðan kostnað (hráefni, vinnu o.s.frv.), þóknanir til þriðja aðila o.s.frv.

8. Ábyrgð og ábyrgðartakmarkanir: Ábyrgðartími telst frá dagsetningu reiknings. Sé um neytendakaup að ræða gilda reglur laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 um ábyrgðartíma vegna galla. Sé um kaup vegna atvinnustarfsemi er að ræða er ábyrgðartími tólf mánuðir. Ábyrgð seljanda verður ekki virk nema með afhendingu reiknings. Ef í ljós kemur á ábyrgðartíma að vara sé haldin framleiðslu- og/eða efnisgalla hefur seljandi heimild til að bæta á eigin kostnað úr gallanum. Kaupandi ber sjálfur ábyrgð á kostnaði við að flytja vöru til viðgerðar. Kaupandi á engar kröfur á hendur seljanda vegna eiginleika þess keypta sem hann varð var við eða mátti verða var við kaupin. Seljandi ber enga ábyrgð á afleiddu tjóni vegna galla vöru á ábyrgðartímanum. Þá ber seljandi ekki ábyrgð á afleiddu tjóni sem verða kunna af notkun vörunnar. Ábyrgð á seldri vöru fellur niður ef: Tjón verður sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða öðrum atvikum sem rakin verða til kaupanda (eða til aðila sem hann ber ábyrgð á). Um eðlilegt slit vegna notkunar vöru er að ræða. Viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur átt sér stað án aðkomu starfsmanna seljanda. Að öðru leyti en því sem að ofan greinir undan þiggur seljandi sig ábyrgð á seldum vörum að því marki sem lög heimila.

9. Skaðsemisábyrgð: Um skaðsemisábyrgð fer eftir lögum nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Seljandi undan þiggur sig ábyrgð af slíku tjóni að því marki sem þau lög leyfa.