Stúdío

Nánari upplýsingar og pantanir á kox@mynd.is eða í síma 471-1699
Image

Börnin

Það er hrein upplifun að taka ljósmyndir af börnunum, sérstaklega þegar þau fá að leika hlausum hala og ekki er verra að þau hafi dót og annað sem þau þekkja. Best er að koma með ung börn sem fyrst eftir hvíldartíma td. að morgni eða eftir svefn að deginum.
Sýnishorn hér.

Fjölskyldan

Það var lengi mjög algengt að fjölskyldan mætti til ljósmyndara í sínu fínasta pússi og lét taka myndir af allri fjölskyldunni, nokkuð hefur dregið úr þannig myndatökum í seinni tíð, en við erum alltaf tilbúnir að taka á móti stórum og litlum fjölskyldum, hvort sem er á ljósmyndastofunni eða úti í náttúrunni

Sýnishorn hér.

Brúðhjónin

Við leggjum áherslu á að ná sem skemmtilegustum myndum af brúðhjónum, því þetta er sá dagur sem er einna stærstur í lífi viðkomandi. Best er að fá tilvonadi hjón í smá spjalla fyrir myndatökuna bæði finna út hvaða væntingar þau hafa og ekki síður að skoða stað/staði ef myndatakan á að fara fram utandyra.

Sýnishorn hér.

Ferming

Við höfum tekið fermingarmyndir í næstum 1/2 öld, á þeim langa tíma hafa þessar myndatökur tekið miklum breytingum, unglingarnir eru mikið frjálslegri í dag en var fyrir ekkert svo löngu. Þess vegna höfum við í æ ríkari mæli dregið úr uppstilltum myndum í sparifötunum og kyrtli, en þær eru samt hafðar með. Krakkarnir eru mjög mismunandi, sum vilja bara þessar hefðbundnu en aðrir eru til í allt og oft mæta þau með hljóðfærið eða gæludýrið, oft förum við út og tökum eitthvað af myndatökunni þar, kannski í boltaleik eða við annað áhugamál. Margir nota tækifærið þegar fermingarmyndirnar eru teknar og mæta með alla fjölskylduna og við tökum nokkrar myndir af þeim með fermingarbarninu og jafnvel koma afi og amma líka. Það hefur líka aukist að krakkarnir koma fyrir ferminguna í myndatökuna og við annað hvort útbúið slidessýningu, myndabók eða stækkun til nota í veislunni.

Sýnishorn hér.


Útskriftin

Það er stór dagur þegar ákveðnum áföngum er náð í lífinu hvort sem það er útskrift úr framhaldsskóla eða háskóla. Við tökum útskriftamyndir allt árið og er unga fólkið velkomið hvort sem er á útskriftardaginn eða einhvern annan dag.

Sýnishorn hér.


Ýmsar koxmyndir

Nýlega tók Kormákur Máni Hafsteinsson “KOX” til starfa sem ljósmyndari hjá okkur og mun hann að mestu annast þessar hefðbundunu tækifærismyndatökur. Hann er vel þekktur langt út fyrir Egilsstaði fyrir ferskar og frumlegar hugmyndir við myndatökur.
Sýnishorn hér.