Um Okkur

Myndsmiðjan ehf. bíður uppá fjölbreytta þjónustu sem tengist myndvinnslu svo og tölvuþjónustu. Í verslun okkar er mikið úrval af ljósmyndavörum, tölvum, símum og úrval af aukahlutum.

Ljósmyndaþjónusta. Tveir ólíkir ljósmyndarar annast allar myndatökur, framköllun og aðra myndvinnslu. Stafrænar myndir – hefbundin framköllun, stækkanir, strigamyndir og margskonar ljósmyndagjafir. Filmu framköllun – framköllum gömlu góðu filmurnar ennþá, skönnum á geisladiska og setjum á pappír. Myndir eftir filmum er líka hægt að stækka, setja á striga og á ýmsar ljósmyndagjafir. Endurgerð ljósmynda – sífellt færist í vöxt að taka eftir gömlum filmum, slides- og ljósmyndum. Laga þær, setja á pappír og/eða koma á stafrænt form. Jóla-, fermingar- og önnur tækifæriskort – Við hönnum og framleiðum persónuleg jóla – og tækifæriskort og leggjum metnað okkar í vandaða og fljóta þjónustu.

Ljósmyndastofa. Á ljósmyndastofunni er boðið uppá allar hefðbundnar myndatökur, skólamyndir, passamyndir og ýmsar tækifærismyndatökur, hvort sem er í studío, á vetvangi atburða eða úti í náttúrinni. Kormákur Máni – KOX er aðal ljósmyndarinn okkar, en Jósef sem starfað hefur við ljósmyndum síðan 1965 er enn að hlaupa í skarðið ef á þarf að halda.

Tölvuverkstæði. Hjá Myndamiðjunni er starfrækt viðgerðarverkstæði þar sem tekið er á móti tölvubúnaði til skoðunar eða viðgerða. Hjá okkur starfa Microsoft vottaðir starfsmenn sem aðstoða við að þarfagreina og setja upp allan tölvu og netbúnað bæði í fyrirtækjum og fyrir einstaklinga.

Verslun. Verslun Myndsmiðjunnar að Miðvangi 6 á Egilsstöðum býður upp á mjög gott úrval í mörgum vöruflokkum og það er okkar markmið að bjóða upp á það nýjasta og besta sem býðst í hverjum vöruflokki. Hægt er að panta og sjá flestar vörur okkar á Facebook Myndsmiðjunnar, panta og senda fyrirspurnir á netfangið mani@mynd.is.

Við bjóðum síma, tölvubúnað, netþjóna og prentara frá mörgum af leiðandi framleiðendum heims Dell – Lenovo - Sony – Apple – Nokia – Samsung – Microsoft – LG - HP. Úrval aukahluta fyrir síma, tölvu- og prentbúnað. Vinnsluminni - Harða diska –Skjái -Töskur og slíður -Tölvumýs og lyklaborð -Vefmyndavélar og heyrnartól með hljóðnema –Flakkara - Snúrur, breytistykki og fleira.

Myndavélar og aðrar ljósmynda vörur. Starfsmenn Myndsmiðjunnar búa yfir mikilli reynslu í sölu myndavéla og aukabúnaði og eru ávallt til taks þegar kemur að ráðgjöf í þeim efnum. Eigum eða getum útvegað með skömmum fyrirvara myndavélar og annan ljósmyndaúnað frá flestum framleiðendum heims Canon – FujiFilm – Nikon – Sony – Manfrotto – Peli – Joby –LowePro –Vanguard. Ekki má gleyma frábæru úrvali af myndaalbúmum og myndarömmum auk annara hluta sem tilheyra eftir að myndin er komin á pappír Verslunin er opin alla virka daga milli kl. 10-18 og laugardaga frá 11-14