Verkstæði

Í Myndsmiðjunni erum við með starfrækt verkstæði þar sem tekið er á móti tölvubúnaði til skoðunar eða viðgerða.Hér fyrir neðan er verðlisti yfir helstu þjónustu sem í boði er á verkstæði.


Bilanagreining

Við skoðum búnaðinn, finnum hvert vandamálið er og gerum verðtilboð í viðgerð. Skoðunargjald fellur niður ef þú lætur gera við búnaðinn – Ef þú vilt ekki viðgerð þarf að greiða skoðunargjaldið

Verð: 4900.-


Rykhreinsun

Rykhreinsum fartölvur og borðtölvur, PC og Mac. Kælibúnaður tölvunar er rykhreinsaður og skipt er um kælikrem ef þess er þörf

Verð: 6900.-


Vírushreinsun

Vírusar og önnur óværa fjarlægð af tölvubúnaði og vírusvörn sett upp sé þess óskað. Vírushreinsun er unnin í tímavinnu þar sem að mis erfitt getur verið að fjarlægja óværuna

Verð: Per klst 5900.-


Afritunartaka gagna

Afrit tekin af gögnum á tölvubúnaði og gögnin færð aftur á tölvu eftir lagfæringar og/eða gögn sett á USB kubb eða flakkara

Verð: 6900.-


Uppsetning á stýrikerfi/ “Straujun”

Stýrikerfi tölvunar uppfært eða sett upp frá byrjun. Gögn geymd ef þess er óskað. Athugið að annan hugbúnað t.d. Office þarf að setja upp aftur eftir “straujun” og getum við annast það gegn vægu aukagjaldi að setja hugbúnaðinn aftur upp.

Verð: 14.900.-

 


Önnur tímavinna á verkstæði

Önnur vinna á verkstæði sem ekki flokkast undir ofantalda þjónustu er unnin skv. tímagjaldi

Verð per klst: 6.900.-
Útkall/ Vinna utan dagvinnutíma, per klst: 9.900.-

Öll verð eru með VSK


Skilmálar verkstæðis

  1. Engin ábyrgð er tekin á gögnum í tölvunni sem unnið er við, enda er það á ábyrgð notanda að afrita gögn sín reglulega.Engin ábyrgð er tekin á gagnabjörgun.
  2. Ef í ljós kemur að bilun er ekki ábyrgðarmál þá þarf eigandi að greiða fyrir þá vinnu sem lögð hefur verið í viðgerðina.
  3. Myndsmiðjan tekur eingöngu á móti vörum í ábyrgðarviðgerð sem keypt hafa verið hjá fyrirtækinu og reikningur (ábyrgðarskirteini) fylgi með.
  4. Ef tæki er ekki sótt til viðgerðar innan þriggja mánaða áskilur Myndsmiðjan sér þann rétt að selja tækið fyrir áföllnum kostnaði.

Tímalengd viðgerða

  • Gera má ráð fyrir að viðgerð hefjist innan 4 virka dag frá móttöku. Þau tæki sem senda þarf til umboðsaðila til viðgerðar geta tekið lengri tíma. Athugið að lengd viðgerðar getur verið misjöfn eftir gerð búnaðar, umfangi bilunar og hvort panta þurfi varahluti. Fartölvurafhlöður teljast til rekstrarvara og eru með eins árs ábyrgð.
  • Myndsmiðjan lætur eiganda vita með SMS eða símtali þegar viðgerð er lokið. Fyrirspurnir á viðgerðartíma má senda áverk@mynd.is
  • Ef greitt er fyrir forgangsþjónustu, hefst viðgerð samdægurs.